LJÓS – LIGHT

Upphaflega hugmyndin af þessu ljósi er gægjugat á hurð. Þessi hugmynd að hægt sé að hnýsast yfir í annað rými án þess að nokkur verði þess var.  Þessi litla birta sem lifir í þessu litla gati gæti örvað gægjarann til að kíkja, en spegillinn sem umkringir ljósið gerir það að verkum að gægjarinn blindast og það litla sem hann sér er hans eigið auga. Formið er fallegt og einfalt, form brjósts sem er áfast á veggnum eins og brjóst við líkamann. Hvítt/svart ljós á mjög hvítu/svörtu yfirborð er eins og fullkomin viðbótarhúð svo að allt rýmið gæti orðið eitt, ljós sem er hluti af arkitektúrnum.

Einfalt ljós, margir kúplar hengdir upp eins og manni langar. Við erum félagsverur, stundum vill maður vera einn og stundum með mörgum.