MARÍUTÁSUR – TOES OF MARIE

Maríutásur er há skýjabreiða, oft grisjótt og úr hnoðrum. Þjóðtrúin segir að þarna sé María guðsmóðir að breiða ullina sína til þerris. 

Maríutásurnar mínar eru líka óður til móður minnar. Hún heitir María og er með heilabilun. Ég horfi á hana fjarlægjast smátt og smátt. Og þarna sé ég tærnar á henni, Maríutásur.

TOES OF MARIE

Cumulus cloud are called Toes of Marie in Icelandic, are described as puffy, cotton-like, or fluffy in appearance. The legend says that Marie the Mother of God is there spreading out her wool to dry.

My Toes of Marie are also homage for my mother. Her name is María and she has dementia. I watch her move away bit by bit. And there I see her toes, Toes of Marie.

„Þegar ég horfi á skýin þá finnst mér ég ótrúlega lítil en á sama tíma eins og ég sé hluti af einhverju miklu stærra. Formin líta öll eins út við fyrstu sýn en vinnuferlið hannar ófullkomleika sem gera hvert og eitt form einstakt. Þau mynda heildarmynstur eins og í náttúrunni. Þessi tjáning á stemningu andrúmsloftsins hátt uppi á himni, ósnertanlegum. Mig langar að móta þessa skammvinnu fegurð í eitthvað sem ég get snert og gert að minni eigin fegurð.“